Forsíða
Fréttir
Mánudagur, 26. október 2015 14:41

Ástin, drekinn og Auður djúpúðga

Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur flytur hádegisfyrirlestur í Safnahúsinu

fimmtudaginn 29. október 12:05-12:55.

 

Vilborg Davíðsdóttir

 

,,Þykjast menn varla dæmi til vita að einn kvenmaður hafi komist í brott úr þvílíkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti." Þannig farast sögumanni Laxdælu orð um ferð Auðar djúpúðgu frá Skotlandi til Íslands í lok níundu aldar. Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur hefur sent frá sér tvær skáldsögur um ævi landnámskonunnar og vinnur nú að þeirri þriðju og síðustu þar sem hún spinnur þráðinn út frá þessum þekktu orðum, ásamt heimildum um atburði í Skotlandi á sögutímanum.

Vilborg segir gestum frá skrifum sínum um Auði í máli og myndum og einnig nýjustu bók sinni sem kom út í vor og ber titilinn Ástin, drekinn og dauðinn. Þar fjallar hún um vegferð sína og manns síns með sjúkdómnum sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og deilir með lesendum því sem sorgin hefur kennt henni: mikilvægi þess að lifa til fulls, í núinu, í sátt og viðtekt og vanda sig við að elska, lifa og deyja.

 

Allir velkomnir enginn aðgangseyrir.

Ávextir og heitt á könnunni.

 
Mánudagur, 26. október 2015 12:44

Greiningarsýning á ljósmyndum.

Greiningarsýning á ljósmyndum úr safni Silla opnar föstudaginn 23. október kl. 13:00. Um 150 ljósmyndir eru á sýningunni og vantar okkur hjálp við að greina fólk, hús og viðburði á myndunum.

 

 

Sýningin er á efstu hæð Safnahússins og er opin alla virka daga frá 10:00 til 16:00.

Aðgangur er ókeypis.

 
Mánudagur, 26. október 2015 00:00

Safni 2015

35.árgangur af Safna er kominn út. Safni er fréttablað Menningarmiðstöðvar Þingeyinga þar sem hverju starfsári er gert skil í máli og myndum. Safni er ókeypis hefur komið óslitið út síðan 1981. Hægt er að skoða Safna með því að smella á forsíðumyndina hér fyrir neðan.

Forsíðan Baksíðan 
Þriðjudagur, 13. október 2015 14:08

Náttúran tekin á teppið.

Ör-sýning á verkum textíllistakonunnar Sigrúnar Láru Shanko helgina 17.-18. október.

Sigrún er textíllistamaður og hefur starfað sem slíkur síðan 2003. Hún vann fyrst í stórum silkivegg verkum og sótti hugarefnið í fornsögur okkar eins og t.d. Ragnars sögu Loðbrókar. Eftir 2008 vatt hún kvæði sínu í kross og hefur síðan unnið verk sín úr íslenskri ull. Frá 2012 hefur hún fært listsköpun sína í handgerð teppi og má segja að málarapensillinn hafi orðið að flosnál/tuftnál.

 

 

Hugarefnið Í verkum þeim sem Sigrún sýnir í Safnahúsinu er hin stórkostlega íslenska náttúra. Teppin hafa vakið athygli víða um heim. Þau hafa verið valin inn á sýningar víða erlendis frá því að þau voru fyrst kynnt á Hönnunarmarsinum 2012.

 

Sýningin verður opin frá 13-17 um helgina og mun listakonan sjálf taka á móti sýningargestum.

 
«FyrstaFyrri11121314151617181920NæstaSíðasta»

Síða 18 af 60
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing