Forsíða
Fréttir
Fimmtudagur, 06. apríl 2017 00:00

Myndlistarsýning barnanna - síðasti sýningardagur

 

 

Laugardaginn 8. apríl verður Safnahúsið opið frá 11 til 13. Það er síðasti sýningardagur Mynlistarsýningu barnanna sem er samstarfsverkefni Grænuvalla og Safnahússins. Á sýningunni er úrval mynd úr Myndlistarsafni Þingeyinga, listaverk barna á Árholti og myndir frá vinnuferlinu við sýninguna.

Afmælissýning ASÍ er á jarðhæð, mjög áhugaverð og fræðandi ljósmyndasýning. Hún stendur til 12. apríl.

Frítt inn á sérsýningar - heitt á könnunni.

 
Miðvikudagur, 08. mars 2017 13:58

Máfahátíð á Húsavík 9.-10. mars 2017

Máfahátíð

 
Þriðjudagur, 07. mars 2017 00:00

Vinnandi fólk - ASÍ í 100 ár

Á jarðhæð Safnahússins stendur nú yfir sýningin "Vinnandi fólk - ASÍ í 100 ár". Á sýningunni, sem er lánssýning frá Þjóðminjasafni Íslands, eru ljósmyndir sem veita innýn í starfsmei Alþýðusambandsins sem fagnaði 100 ára afmæli sínu á síðasta ári.

ASÍ

Ljósmyndirnar segja sögu þess fólks sem myndaði hreyfinguna og vakin er athygli á kjörum þess og kjarabaráttu, aðbúnaði á vinnustöðum og vinnuumhverfi. Sjónum er beint að vinnutíma verkafólks, vinnu barna og jafnrétti karla og kvenna. Þá er brugðið upp myndum af frístundum verkafólks, húsnæði sem því stóð til boða og hvernig félagsleg þjónusta efldist smám saman.

Á sýningunni birtast margir fulltrúar þeirra ólíku hópa sem byggðu upp verkalýðshreyfinguna.

Þá er veitt innsýn í samfélag sem tók örum breytingum; frá því að vera að mestu leyti í framleiðslu á hráefni og matvælum til meiri verkaskiptingar og fjölbreyttari atvinnuhátta.

Texta-og sýningarhöfundur er Sumarliði R. Ísleifsson, sýningarstjóri Sigurlaug Jóna Hannesdóttir.

Ljósmyndir, skjöl og kvikmyndir á sýningunni eru úr Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni en auk þess frá Minjasafninu á Akureyri, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Kvikmyndasafni Íslands, Þjóðskjalasafni Íslands, Ljósmyndasafni Siglufjarðar, Ljósmyndasafninu á Ísafirði og Ljósmyndasafni Vestmannaeyja.

Sýningin byggir á Sögu Alþýðusambands Íslands eftir Sumarliða Ísleifsson sagnfræðing sem einnig er höfundur sýningatexta.

Sýningin er opin alla virka daga frá 10-17 og er aðgangur ókeypis

 
Föstudagur, 17. febrúar 2017 12:48

Safnahúsið lokað.

Safnahúsið verður lokað mánudaginn 20. febrúar vegna sumarleyfa.

 
«FyrstaFyrri11121314151617181920NæstaSíðasta»

Síða 16 af 65
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing