Forsíða
News
Starf forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Þingeyinga
Friday, 11 May 2018 14:15

Starf forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Þingeyinga

Starf forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Þingeyinga

 
Framsýn gefur MMÞ hljóðkerfi
Tuesday, 08 May 2018 10:15

Framsýn gefur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga hljóðkerfi

Fulltrúar Framsýnar komu við hjá starfsmönnum MMÞ fyrir helgina og færðu miðstöðinni hljóðkerfi að gjöf. Um er að ræða vandað kerfi að Bose gerð.  Starfsmenn MMÞ þakka alveg sérstaklega fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem mun koma að góðum notum við ýmsa viðburði á vegum MMÞ.

 

 

Það var Snorri G. Sigurðsson, héraðsskjalavörður sem tók formlega við gjöfinni. Með honum á myndinni er formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson.

 
Verkefnastyrkir frá Þjóðskjalasafni Íslands
Friday, 27 April 2018 14:53

Verkefnastyrkir frá Þjóðskjalasafni Íslands

Í byrjun mánaðar fékk Héraðsskjalasafn Þingeyinga úthlutað tveimur styrkjum frá Þjóðskjalasafni Íslands.

 

 

1.200.000 króna styrkur til verkefnisins Ljósmyndun á elstu gjörðabókum hreppa.

Þetta verkefni hófst á síðasta ári er 36 gjörðabækur voru ljósmyndaðar og birtar á skjalavef héraðsskjalasafnsins. Með þessum styrk verður hægt að halda áfram með verkefnið og taka næstu 36 bækur og birta þær með sama hætti á vefnum.

800.000 króna styrkur til verkefnisins Skönnun á sveitablöðum, tímabilið 1875-1959.

Héraðsskjalasafn Þingeyinga varðveitir yfir 65 mismunandi tegundir af sveitablöðum með um 700 tölublöðum. Útgáfa þessara sveitablaða spannar tímabilið 1875-1959. Flest þessara sveitarblaða eru handskrifuð en þau síðustu eru vélrituð. Með sveitarblöðum er átt við handskrifuð blöð sem innihéldu fjölbreytt efni sem ætlað var til almennrar birtingar og var látið berast manna á meðal eða var lesið upp á almennum fundum. Í þessum blöðum létu menn í ljós hugmyndir sínar um menn og málefni og ýmsum framfaramálum var fyrst hreyft þar. Oft urðu þar skemmtileg orðaskipti bæði í ljóðum og lausu máli. Sveitarblöðin byggðu einnig tilveru sína beinlínis á samfélaginu sem þau komu út í. Þau þrifust á persónulegum tengslum og almennri þátttöku viðtakenda sinna. Alls verða 335 sveitablöð ljósmynduð og birt á skjalavef héraðsskjalasafnsins á þessu ári.

 
«StartPrev11121314151617181920NextEnd»

Page 16 of 92
 
Banner
Banner
Banner
Banner