Forsíða
News
Safni 2018
Tuesday, 14 August 2018 00:00

Safni 2018

38.árgangur af Safna er kominn út. Safni er fréttablað Menningarmiðstöðvar Þingeyinga þar sem hverju starfsári er gert skil í máli og myndum. Safni er ókeypis hefur komið óslitið út síðan 1981. Hægt er að skoða Safna með því að smella á forsíðumyndina hér fyrir neðan.

Safni 2018 Safni 2018
Forsíðan Baksíðan 
Skifstofa MMÞ lokuð
Friday, 29 June 2018 11:53

Skrifstofa MMÞ lokuð

Skrifstofa MMÞ verður lokuð mánudaginn 2. júlí 2018.

 

 
Hreindýradraugur
Tuesday, 26 June 2018 10:16

Hreindýradraugur sýning François Lelong í Safnahúsinu

Föstudaginn 29. júní kl 15:00 opnar franski listamaðurinn François Lelong sýningu sína „Hreindýradraugur“ í myndlistarsal Safnahússins á Húsavík.

François Lelong er sjónlistamaður sem í yfir tíu ár hefur unnið með og í landslagi gegnum skúlptúra og innsetningar. Á ferli sínum hefur listamaðurinn unnið að verkefnum víða um heim, gert innsetningar úti í náttúrunni og haldið hefðbundnari sýningar. Á heimasíðu hans má finna heillandi myndir af verkunum og lista yfir sýningar og verkefni sem hann hefur unnið http://www.francoislelong.fr/. Efniviðurinn í verkum  François  er náttúrulegur, fengin í því umhverfi sem er kveikjan að, eða er viðfangsefni sýningar.  Í sköpunarferlinu verða þau menningar-, samfélags-, umhverfis- og sögulegu áhrif sem listamaðurinn verður fyrir samtvinnuð verkunum. Samband manns, dýrs og náttúru hefur ávallt verið listamanninum hugleikið. François Lelong hefur unnið með samruna þessa með blöndun spendýra, lífhvolf þeirra og tengsl við manninn. Þar liggur grunnurinn að sýningunni sem nú verður opnuð.

 

Meðfylgjandi mynd  er af lykilverk sýningarinnar „Hreindýrsdraugur“ – Húsavík 2018

 

Í sýningunni í Safnahúsinu, Hreindýradraugur, sýnir listamaðurinn skúlptúra og teikningar sem birta fjarveru hreindýra á Norðurlandi, þar sem þau áður bjuggu og á hvern hátt þau lifa enn í náttúrunni og hugaheimi manna. Hið horfna dýr birtist meðal annars í beinum, trjám og jurtum. Sýningin stendur til ágústloka og er opin alla daga frá 10-18. Opnun sýningarinnar er öllum opin.

 
«StartPrev11121314151617181920NextEnd»

Page 14 of 92
 
Banner
Banner
Banner
Banner