Forsíða
Fréttir
Fréttir
Þriðjudagur, 08. júní 2010 14:25

Í Safnahúsinu á Húsavík hafa miklar breytingar átt sér stað undanfarin misseri og nú í júní munu opna þar þrjár nýjar sýningar.  Sett hefur verið upp ný fastasýning á miðhæðinni sem heitir Mannlíf og náttúra - 100 ár í Þingeyjarsýslum og verður hún formlega opnuð þann 12. júní n.k.  Á sama tíma verður opnuð sýning um Samvinnuhreyfinguna á Íslandi en hún er einnig staðsett á miðhæð Safnahússins.  Ljósmyndasýning sumarsins verður einnig opnuð á neðstu hæðinni en hún er úr smiðju Silla, Sigurðar Péturs Björnssonar (1917 - 2007) sem var afkastamikill ljósmyndari.  Á sýningunni eru margar athyglisverðar myndir af mannlífinu á Húsavík og nágrenni.  Í listasalnum á þriðju hæðinni sýnir svo hollenski listamaðurinn Joris Rademaker málverk og skúlptúra.

Stutt heimildarmynd um Joris og kartöfluverk hans

 

Dagana 13. - 20. júní verður almenningi boðin ókeypis aðgangur að sýningunum. 

 
Fréttir
Föstudagur, 30. apríl 2010 11:15

Við tengslum við opnun nýrrar sýningar, Mannlíf og náttúra - 100 ár í Þingeyjarsýslum, þann 12. júní n.k. verður sett upp sýning á úrvali ljósmynda Sigurðar Péturs Björnssonar fyrrverandi útibússtjóra Landsbankans á Húsavík. 

Nánar...
 
«FyrstaFyrri71727374NæstaSíðasta»

Síða 74 af 74
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing