Forsíða
Fréttir
Þriðjudagur, 23. nóvember 2010 12:17

Þetta vilja börnin sjá!

- Upplestrardagskrá í tengslum við sýninguna -

 

Í tilefni af sýningunni "Þetta vilja börnin sjá!" stendur Safnahúsið fyrir upplestrarstundum fyrir börn, á mánudags- og þriðjudagsmorgnum næstu vikur. Stundirnar hefjast klukkan 10:00, lesið verður í u.þ.b. 20 mín. í hvert sinn. Lesið verður úr nýútkomnum barnabókum í bland við gamlar og góðar.

 

 

 

Nánar...
 
Mánudagur, 22. nóvember 2010 16:35

Nýlega bárust Ljósmyndasafninu sex ljósmyndir sem voru teknar á Grenjaðarstað um 1940. Myndirnar eru af börnum við leik í kringum Grenjaðarstað. Gefandi eru Soffía Margrét Þorgrímsdóttir, en hún fæddist á Grenjaðarstað, og sonur hennar Hermann Þráinsson. Menningarmiðstöð Þingeyinga vill þakka þeim kærlega fyrir þessa góðu gjöf.

 

 

Nánar...
 
Mánudagur, 15. nóvember 2010 16:13

Á undanförnum árum hefur mikil vinna verið lögð í að skrá þær myndir sem hafa borist safninu í gagnagrunn. Margra ára grunnvinna er þó eftir en vinnu við safn sem þetta lýkur raunar aldrei. Á hluta af þeim myndum sem berast safninu er ekki vitað hver er. Myndir af einstaklingum sem enginn kann deili á hafa fremur lítið gildi. Þess vegna mun Safnahúsið birta reglulega myndir á þessum vef þar sem ekki er vitað t.d. hver er á myndinni, hver tók myndinna, hvaða ár hún var tekin o.s.frv. með þeirri von að safnið fái ábendingar sem leiða til þess að hægt sé að fylla út í þær eyður sem vantar.

Óþekktu myndir er hægt að nálgast hér.

 
Miðvikudagur, 03. nóvember 2010 14:47

Þann 4.nóvember 2010 opnar sýning á myndskreytingum í íslenskum barnabókum í sýningarrýminu á neðstu hæð Safnahússins. 

  

Sýningin "Þetta vilja börnin sjá!" er farandsýning sem ferðast milli fimm sýningarstaða á árinu 2010. Á sýningunni má sjá myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem komu út árið 2009. Myndskreytingarnar kepptu um íslensku myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm.

  

Nánar...
 
«FyrstaFyrri61626364656667NæstaSíðasta»

Síða 65 af 67
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing