Fimmtudagur, 04. nóvember 2021 00:00 |
Árbók Þingeyinga 2020
Árbók Þingeyinga 2020 kemur út í þessari viku. Bókin er hentug jólagjöf fyrir Þingeyinga og aðra áhugasama um sögu og menningu héraðsins. Með þessari bók eru komnir út 63 árgangar. Efnið í þessum 63. árgangi er fjölbreytt að vanda.
Bókin kostar kr. 5.100. Það er hægt að kaupa bókina í Safnahúsinu á Húsavík, Pennanum á Húsavík eða panta hana í síma 464-1860 og fá senda heim. Áskrifendur fá bókina senda í þessari viku.
Smellið á forsíðuna til að sjá efnisyfirlit bókarinnar. |
|
Föstudagur, 15. október 2021 08:05 |
Lesið í bolla
Sýning Áslaugar Önnu Jónsdóttur, ”Lesið í bolla” opnar laugardaginn 16. okt í litla salnum við bókasafnið í Safnahúsinu.

Myndaröðin sem hún sýnir hér í Safnahúsinu heitir ,,Lesið í bolla" og hefur verið í vinnslu frá árinu 2019. Hugmyndina fékk hún þegar hún sá áhugaverða mynd í kaffibollanum sínum. Fyrirboðar ýmiss konar svo sem draumar, sýnir og spádómar hafa verið hluti af íslenskri þjóðarsál í gegnum aldirnar og margvíslegir spádómar hafa birst í kaffibollum fólks. |
Miðvikudagur, 29. september 2021 09:07 |
Héraðsskjalasafnið lokað vegna ráðstefnu
Héraðsskjalasafn Þingeyinga verður lokað eftir hádegi 29. sept til og með 1. okt vegna ráðstefnu Félags héraðsskjalavarða sem fer fram á Neskaupsstað. |
Mánudagur, 20. september 2021 17:11 |
Ljósmyndun báta
Í lok ágúst vann Jón Bergmann frá Punktaskýi við að ljósmynda bátana á útisvæðinu við Sjóminjasafnið svo hægt væri að búa til 3D módel af bátunum. Búið er að útbúa 6 módel af bátunum og er hægt að skoða þá með því að smella á myndina sem fylgir.

|
|
|
|
|
Síða 7 af 81 |