Forsíða
News
Safnahúsið opið á sunnudaginn
Friday, 23 March 2012 15:56

Safnahúsið verður opið sunnudaginn 25. mars frá 13:00 - 17:00, eins og venjulega síðasta sunnudag hvers mánaðar. Tilvalið tækifæri til þess leggjast í grúsk í margmiðlunarefni Samvinnusýningarinnar, heilsa upp á ísbjörninn og finna sjóarann í sér brjótast fram í sjóminjasafninu.

 
Stóra upplestrarkeppnin
Friday, 23 March 2012 09:14

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar í Suður-Þingeyjarsýslu verður haldinn í Safnahúsinu föstudaginn 23. mars kl 14:00. Sigurður Aðalgeirsson frá Skólaskrifstofu Norðurþings stýrir keppninni. Auk þess sem gestum hátíðarinnar gefst tækifæri til að hlýða á góðan upplestur verður boðið upp á tónlistaratriði.

Nemendur Borgarhólsskóla

Tilgangurinn með keppninni er þrenns konar. Þ.e. að vekja athygli og áhuga á lestri. Í öðru lagi að læra að njóta þess að lesa og í þriðja lagi að efla virðingu fyrir málinu og sjálfum sér.
Hátíðin er öllum opin.

 
Óþekktar mannamyndir
Thursday, 15 March 2012 09:42

Hér má sjá 26 ljósmyndir þar sem ekki er vitað hvaða fólk er myndefnið. Vitað er að hluti þeirra (myndir 001-138 til 001-151) tengjast Breiðuvík á Tjörnesi.

 

Allar ábendingar eru vel þegar hvort sem þær eru sendar á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it eða hringt í síma 464-1860 og beðið um Snorra. Athugið að skráningarnúmer myndana stendur fyrir neðan þær og þarf það númer að fylgja ábendingum.

Read more...
 
«StartPrev61626364656667686970NextEnd»

Page 70 of 89
 
Banner
Banner
Banner
Banner