Forsíða
Fréttir
Miðvikudagur, 12. október 2011 00:00

31.árgangur af Safna er kominn út. Safni er fréttablað Menningarmiðstöðvar Þingeyinga þar sem hverju starfsári er gert skil í máli og myndum. Safni er ókeypis hefur komið óslitið út síðan 1981.

Safni 2011

Í þessu fréttablaði eru fjallað um nýja grunnsýningu Safnahússins "Mannlíf og náttúra  - 100 ár í Þingeyjarsýslum".  Í blaðinu eru einnig birtar nokkrar myndir úr ljósmyndasafni Sigurðar Péturs Björnssonar en við andlát hans 2007 féll allt ljósmyndasafn Silla Menningarmiðstöðinni í skaut.

 
Föstudagur, 30. september 2011 00:00

Mikið fjör hefur verið í safnfræðslu þessa vikuna. Sýningin Fornleifar í Þingeyjarsýslum verður tekin niður í byrjun næstu viku og því voru kennarar hvattir til að heimsækja safnið með sína nemendur. Elsta deildin á Grænuvöllum, Hóll, heimsótti safnið í þremur hópum, alls 31 barn. Krakkarnir skoðuðu bæði fornleifasýninguna og sýninguna „Að kvöldi réttardags” og voru áhugasöm, spurul og hress.

Kátir krakkar hjá bangsa

 

Húsið iðaði svo af lífi og fjöri á fimmtudagsmorgun þegar 40 barna hópur úr Borgarhólsskóla og Grunnskólanum á Raufarhöfn kom í heimsókn. Meginviðfangsefni heimsóknarinnar voru eins og hjá leikskólahópunum sérsýningarnar 2. Einnig var aðeins farið á sjóminjasafnið og margir höfðu gríðarlega mikinn áhuga á því sem þar er að sjá.

Krakkarnir fóru í skemmtilegan leik Stoltir smaladrengir

Allir þessir 70 krakkar sem heimsótt hafa safnið í vikunni voru til fyrirmyndar og ánægjulegt að fá svona líflega og skemmtilega hópa í heimsókn.

 
Fimmtudagur, 22. september 2011 09:20

Nýlega var lokið við að skanna og skrá ljósmyndasafn Jórunnar Ólafsdóttur frá Sörlastöðum. Aðstandendur hennar höfðu náð að nafngreina meirihluta þeirra aðila sem eru á myndunum en hluti þeirra náðist ekki að ráða í. Eftirfarandi myndir eru allar úr safni hennar og eiga það sameiginlegt að ekki er vitað með vissu hverjir eru á myndunum.

Úr ljósmyndasafni Jórunnar Ólafsdóttur frá Sörlastöðum

Allar ábendingar eru vel þegar hvort sem þær eru sendar á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hringt í síma 464-1860 og beðið um Snorra. Athugið að skráningarnúmer myndana stendur fyrir neðan þær og þarf það númer að fylgja ábendingum.

 

Nánar...
 
Fimmtudagur, 08. september 2011 00:00

Í starfi Menningarmiðstöðvar Þingeyinga er lögð mikil áhersla á fræðslustarf.  Fyrir utan lögbundið fræðsluhlutverk safnsins er markmið safnsins að safnkosturinn sé gestum á öllum aldri til fróðleiks, skemmtunar og örvunar.  Um þessar mundir er unnið að sérstöku verkefni innan stofnunarinnar varðandi móttöku skólahópa á öllum skólastigum.  Einnig eru reglulega haldnir fyrirlestrar þar sem oft á tíðum er fjallað um sögu og menningu svæðisins.

Í bæklingnum “Fræðsludagskrá veturinn 2011-2012” hér að neðan, er að finna upplýsingar um skipulega fræðslu sem Menningarmiðstöð Þingeyinga býður upp á.

Fræðsludagskrá 2011-2012

 
«FyrstaFyrri41424344454647484950NæstaSíðasta»

Síða 50 af 60
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing