Forsíða
Fréttir
Föstudagur, 20. janúar 2012 12:07

Nú er sýningin skemmtilega „Þetta vilja börnin sjá“ komin ofan í sína ferðakassa og lögð af stað suður á bóginn. „Þetta vilja börnin“ er sýning á myndskreytingum úr íslenskum barnabókum. Einu sinni á ári eru verðlaunin „Dimmalimm“ veitt fyrir myndskreytingu í barnabók sem komið hefur út það ár og er sýningin haldin í framhaldi af þeirri útnefningu. Menningarmiðstöðin Gerðuberg setur upp sýninguna sem ferðast síðan um landið og var Húsavík sjötti staðurinn sem setti upp sýninguna 2011. Óneitanlega hefði verið gaman að hafa sýninguna lengur en 29. janúar verða afhent Dimmalimm verðlaunin afhent fyrir myndskreytingu á barnabók á á árinu 2011. Vonir okkar standa til þess að sú sýning verði sett upp hér hjá okkur í lok árs.

Kanían sem fékk ALDREI nógKátínaLagarfljótsormurinn
Fjölmargir komu og skoðuðu sýninguna að þessu sinni, um hundrað og þrjátíu leik- og grunnskólanemar komu í skipulagðar heimsóknir á sýninguna og fjölmargir nutu hennar á leið sinni í bókasafnið. Gestir sýningarnar gátu kosið um hvaða myndskreytingar þeim þættu flottastar.

Kanínan sem fékk ALDREI nóg varð hlutskörpust hér en hana myndskreytti Brad D. Nault. Í öðru til þriðja sæti voru jafnar bækurnar Kátína sem Josefina Margareta Morell myndskreytti og Lagarfljótsormurinn með myndskreytingum eftir Matias Festa.             

 
Þriðjudagur, 17. janúar 2012 15:18

Norðaustan 10 - boðskort

 
Miðvikudagur, 21. desember 2011 00:00

Í lok desember verður sýning á abstrakt verkum úr Listasafni Safnahússins opnuð í listasalnum á 3.hæð. Á sýningunni verða verk eftir níu listamenn.

 

Sýningin verður opin alla virka daga frá 10:00 - 16:00 á tímabilinu desember - febrúar. Aðgangur er ókeypis.

 
Þriðjudagur, 06. desember 2011 16:09

Þetta vilja börnin sjá!

 Sýning á myndskreytingum í íslenskum barnabókum 2010 verður opnuð í Safnahúsinu þann 8. desember kl. 10:00. Sýningin er staðsett á jarðhæðinni.

Sófus og svínið

Þetta vilja börnin sjá! er sýning á myndskreytingum úr íslenskum barnabókum sem komu út árið 2010. Markmið sýningarinnar er að beina athyglinni að gildi myndskreytinga í barnabókum. Þátttakendur kepptu jafnframt um íslensku myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm. Verðlaununum er ætlað að hvetja bæði útgefendur og höfunda texta og mynda til frekari dáða. Dómnefnd valdi eina bók og voru úrslitin kunngerð í Gerðubergi við opnun sýningarinnar, 23. janúar sl.

Þátttakendur í sýningunni í ár eru:
Adrian Sölvi Ingimundarson, Agnieszka Nowak, Anna Cynthia Leplar, Auður Ösp Guðmundsdóttir og Embla Vigfúsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Björk Bjarkadóttir, Brad D. Nault,  Brynhildur Jenný Bjarnadóttir, Cassandra Canady, Elísabet Brynhildardóttir, Emily Weber, Erla Sigurðardóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Guðrún Kristín Magnúsdóttir, Gunnar Júlíusson, Halldór Á Elvarsson, Halldór Baldursson, Hjalti Bjarnason, Inga María Brynjarsdóttir, Josefina Margareta Morell, Karl Jóhann Jónsson, Kristín Arngrímsdóttir, Kristín María Ingimarsdóttir, Matias Festa, Sigríður Ásdís Jónsdóttir, Sigrún Eldjárn, Sirrý Margrét Lárusdóttir, Þórarinn M. Baldursson, Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir.

 

Dimmalimm 2010

 

 
«FyrstaFyrri41424344454647484950NæstaSíðasta»

Síða 49 af 61
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing