Forsíða
News
Rímur og rokk
Friday, 15 June 2012 10:31

Rímur og Rokk

Á Vopnafirði stendur yfir vinnusmiðjan Rímur og rokk. Þar sem hópur unglinga fær tækifæri til að kynnast fornum kveðskaparhætti undir stjórn Steindórs Andersen kvæðamanns, Hilmars Arnar Hilmarssonar tónskálds og Baldvins Eyjólfssonar tónlistarkennara.

 

Eins og sjá má á myndunum er hópurinn einbeittur og væntanlega er eitthvað spennandi að fæðast sem flutt verður á morgun laugardag, í dagskrá í Miklagarði í Vopnafirði kl. 15:00 og í Skjálftasetrinu á Kópaskeri kl. 20:30.

 

 
Óþekktar myndir 152-165
Wednesday, 13 June 2012 00:00

Óþekktar ljósmyndir

Nýlega bárust Ljósmyndasafni Þingeyinga myndir frá fjölskyldu Pálínu og Sigfúsi Jóhannesarbörnum. Á meðal þessara mynda voru nokkrar myndir þar sem ekki er vitað hverjir eru á myndunum. Þekkir þú andlitin? Ef svo er þá værum við þakklát ef þú sendir okkur línu á tölvupóstfangið skjalasafn[hjá]husmus.is.

Read more...
 
Leikfangasýningin ´“Í austur“
Tuesday, 12 June 2012 09:00

Leikfangasýningin ´“Í austur“

Leikfangasýningin ´“Í austur“ var opnuð á Byggðasafni N-Þingeyinga á Snartarstöðum sl. laugardag. Á sýningunni eru leikföng frá leikfangasýningunni í Friðbjarnarhúsi á Akureyri.  Á sýningunni eru leikföng frá ýmsum tímum sem án efa vekja æskuminningar hjá mörgum.  Eigandi sýningarinnar í Friðbjarnarhúsi Guðbjörg Ringsted, setti upp sýninguna á Snartarstöðum og var með okkur á opnunardaginn. Við þökkum þeim sem heimsóttu okkur á opnunardaginn og áttu með okkur góða stund fyrir komuna. Sýningin verður á Snartarstöðum í allt sumar, en þar er opið frá 13-17 alla daga.

 

 

Read more...
 
«StartPrev61626364656667686970NextEnd»

Page 65 of 89
 
Banner
Banner
Banner
Banner