Forsíða
News
Ný sýning - Ljósmyndaklúbburinn
Tuesday, 05 June 2012 10:52

Laugardaginn 2. júní 2012 opnaði ljósmyndaklúbburinn Norðurljós sína fyrstu ljósmyndasýningu í sýningarsalnum á 3. hæð Safnahússins. Á sýningunni má sjá 51 mynd eftir 26 félaga úr klúbbnum. Allar myndirnar á sýningunni eru teknar á Húsavík og nærsveitum. Sýningin verður opin daglega frá 10-18 fram í lok júlí.

 

 

 

 

Read more...
 
Sjómannadagur 2012
Friday, 01 June 2012 10:57

Í tilefni sjómannadagsins 2012 verður opið hús í Safnahúsinu laugardaginn 2. júní og sunnudaginn 3. júní. Allar sýningar verða opnar og bjóðum við gestum og gangandi að skoða sýningarnar án endurgjalds milli 14:00-17:00.

 

Sýningar sem eru í gangi um helgina eru eftirfarandi:

Sjóminjasafnið.

Strandmenning í Þingeyjarsýslum

Mannlíf og Náttúra - 100 ár í Þingeyjarsýslum.

Nýja grunnsýninginn sem hefur verið tilnefnd til Safnaverðlaunanna í ár.


Sýning þriggja Aðaldælinga á jarðhæð.

Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Sigurður Ólafsson og Snæfríður Njálsdóttir.

Sýning ljósmyndaklúbbs Húsavíkur.

Ljósmyndaklúbburinn sýnir verk félagsmanna á efstu hæð Safnahússins.

 
32 ár frá vígslu Safnahússins
Thursday, 24 May 2012 11:58

Safnahúsið 1975Í dag eru liðin 32 ár frá vígsludegi Safnahússins á Húsavík en hann var 24. maí 1980.


Þá var bjart verður og fagurt, en norðan gola svo að fánar blöktu fagurlega.


Við þetta tækifæri flutti meðal annarra Sigurður Gizurarson sýslumaður ávarp. Það ávarp er til í Héraðsskjalasafni Þingeyinga og í tilefni dagsins verða hér birt brot úr ávarpi hans:


„Þau tímamót  eru nú upp runnin, að opna skal opinberlega Safnahúsið á Húsavík, sem þegar er fyrir nokkrum árum risið af grunni, en er nú að verða fullbúið að innanbúnaði og þess umkomið að taka við hlutverki sínu. „


„Byggingin hýsir þegar nokkur almenningssöfn Húsavíkurkaupstaðar og Suður-Þingeyjarsýslu, svo sem héraðsskjalasafn, náttúrugripasafn, og myndlistarsafn. Bókasafnið á sér langa sögu og myndarlegan kost bóka, en önnur söfn eru að slíta barnsskónum. Um öll söfnin má afdráttarlaust segja, að þau efla bræðrabönd byggðanna í Suður-Þingeyjarsýslu og tengsl þeirra við fortíð og uppruna og ættu að geta orðið ódáinsakur frjósams og fjölbreytts menningarlífs.“


„Vil ég færa öllu þessu fólki innilegar þakkir fyrir rausn þess og vinarhug til hússins og málefna þess. Mest allra hefur þó Safnahúsið notið krafta Jóhanns Skaptasonar, sem verið hefur formaður byggingarnefndar hússins frá upphafi og fylgt hugsjón Safnahússins fram af óbilandi dugnaði og einurð ár eftir ár, því að ekki hafa málefni þess alls staðar og ávallt mætt jafnmiklum skilningi. Er Jóhann Skaptason hér sannkallaður brautryðjandi og faðir Safnahússins á Húsavík. Stöndum við í ómetanlegri þakkarskuld við hann fyrir stórhug hans, framsýni og þrautseigju. Mun Safnahúsið um langa framtíð halda nafni hans á lofit hér í Þingeyjarsýslu. Kona Jóhanns, Sigríður Víðis, hefur í þesum öllum störfum staðið við hlið mansins síns, og við ég færa þeim hjónum innilegustu þakkir okkar allra.“

 
«StartPrev61626364656667686970NextEnd»

Page 65 of 87
 
Banner
Banner
Banner
Banner