Forsíða
News
Íslendingar í Ameríku
Wednesday, 22 August 2012 12:14

The love of Iceland in Ameríka - Íslendingar í Ameríku

Myndina tók Linda Ásdísardóttir á fyrirlestri Sunnu á Eyrarbakka.Föstudaginn 24. ágúst kl. 17:00 mun Sunna Pam Furstenau halda fyrirlestur í Safnahúsinu á Húsavík. Sunna Pam er fulltrúi Þjóðræknifélags íslendinga í Ameríku og starfar að rannsóknum á landnámi og sögu íslendinga í vesturheimi. Hún er á fyrirlestrarferðalagi um Ísland og flytur erindið á 12 stöðum. Fyrirlesturinn byggir á myndasýningu með 400 myndum sem Sunna Pam gæðir lífi með tengdum frásögnum.

Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir.

 
Safnaverðlaunin 2012
Sunday, 08 July 2012 21:37

Safnaverðlaunin 2012

Byggðasafn Suður-Þingeyinga fékk í dag Safnaverðlaunin 2012 fyrir sýninguna "Mannlíf og Náttúra. 100 ár í Þingeyjarsýslum" í Safnahúsinu á Húsavík. Forseti Íslands afhenti forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, Sif Jóhannesdóttir, verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag.

Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að safnið hljóti verðlaunin fyrir nýja grunnsýningu sem ber yfirskriftina Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum og stendur í Safnahúsinu á Húsavík. Við gerð sýningarinnar er valin sú leið að draga upp mynd af sögu byggðarinnar í samspili manns og náttúru í stað hefðbundinnar aðgreiningar á menningu og náttúru. Menningarminjar og náttúrugripir eru þannig settir í nýtt og spennandi samhengi.

„Uppsetning sýningarinnar er þaulhugsuð og aðlaðandi. Sýningarrýmið er haganlega nýtt þannig að sýningargripir og textar vekja forvitni gesta. Sérkennum svæðisins og náttúrunýtingu eru gerð góð skil og á textaspjöldum eru frásagnir heimafólks sem gefa trúverðuga mynd og bregða ljósi á sögu svæðisins á tímabilinu 1850-1950. Að baki sýningarinnar liggur hugmyndavinna hóps einstaklinga sem koma úr ýmsum áttum og leggja til verkefnisins reynslu á sviði ólíkra fræðigreina, lista og hönnunar. Sú vinna skilaði sér í fjölbreyttri og ferskri nálgun og fleiri sjónarhornum en oft sjást í sýningum af þessum toga.

 

Read more...
 
Rímur og rokk
Tuesday, 19 June 2012 15:19

Rímur og rokk


Þáttakendur og leiðbeinendur í vinnusmiðjunni Rímur og rokk stóðu í ströngu síðastliðinn laugardag, 16. júní. Þann dag buðu þeir almenningi að njóta afraksturs vinnusmiðjunnar. Klukkan tíu um morguninn var byrjað á generalprufu, dagskráin var síðan flutt í Miðgarði á Vopnafirði eftir hádegi og um kvöldið í Skjálftasetrinu á Kópaskeri. Það voru því þreyttir en afar glaðir þátttakendur, leiðbeinendur og verkefnisstjórar sem lögðust til hvílu að kvöldi.

Rímur og rokk er samstarfsverkefni Kaupvangs á Vopnafirði og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Markmiðið með verkefninu er að kynna og viðhalda fornri kvæðahefð. Sigríður Dóra Sverrisdóttir er frumkvöðull verkefnisins en hún hefur fengið fjöldann allan af fólki til liðs við sig. Að þessu sinni var 12-15 ára unglingum í Vopnafirði og Öxarfirði boðið að taka þátt í vinnusmiðjunni. Ástæðan fyrir því að unglingum í Öxarfirði var boðið með var að á Byggðasafni N-Þingeyinga á Snartastöðum er stórt rímnasafn sem Helgi í Leirhöfn safnaði og batt inn á sínum tíma. Framundan er vinna við að skrásetja og gera þetta safn aðgengilegt. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Baldvin Eyjólfsson tónlistarmaður frá Vopnafirði, Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld og Steindór Andersen kvæðamaður. Á námskeiðinu var fengist við bragfræði, rímnakveðskap og tónsmíðar. Unnið var af miklum krafti og áhuga, sem skilaði sér svo sannarlega í dagskránni sem flutt var. Þar gafst áheyrendum kost á að hlýða á unglingana kveða, spila undir rímnaflutning Steindórs og flytja frumsamin tónverk. Á ákveðnum tímapunkti á námskeiðinu hafði hópnum verið skipt eftir kynjum, stúlkurnar æfðu rímnakveðskap og piltarnir bjuggu til tónverk. Dagskráin fékk góðar móttökur en fjöldi manns mætti til njóta hennar. Þetta er þó aðeins upphafið, á næsta ári er stefnt að öðru námskeiði í samstarfi við norðmenn og Íra og í framhaldi af því þátttöku í þjóðlagahátíð á erlendri grund. Fjölmargir aðilar hafa styrkt þetta verkefni með fjármagni, vinnu og ýmsu öðru. Er þeim öllum þakkað kærlega fyrir sitt framlag. Stærstu stuðningsaðilarnir eru Menningarráð Austurlands, Menningarráð Eyþings, Seðlabanki Íslands og HB Grandi.

 

Read more...
 
«StartPrev61626364656667686970NextEnd»

Page 64 of 89
 
Banner
Banner
Banner
Banner