Forsíða
News
Mannlíf og náttúra - 100 ár í Þingeyjarsýslum
Friday, 19 October 2012 15:19

Mannlíf og náttúra - 100 ár í Þingeyjarsýslum

Grunnsýning í Safnahúsinu hlaut íslensku safnaverðlaunin 2012. Þann 28. október 2012 mun Sigrún Kristjánsdóttir fyrrv. forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga flytja erindi um gerð sýningarinnar og hugmyndafræðina sem hún byggir á.

 

 

Í umsögn valnefndar segir m.a.:
Uppsetning sýningarinnar er þaulhugsuð og aðlaðandi. Sýningarrýmið er haganlega nýtt þannig að sýningargripir og textar vekja forvitni gesta. Sérkennum svæðisins og náttúrunýtingu eru gerð góð skil og á textaspjöldum eru frásagnir heimafólks sem gefa trúverðuga mynd og bregða ljósi á sögu svæðisins á tímabilinu 1850-1950. Að baki sýningarinnar liggur hugmyndavinna hóps einstaklinga sem koma úr ýmsum áttum og leggja til verkefnisins reynslu á sviði ólíkra fræðigreina, lista og hönnunar. Sú vinna skilaði sér í fjölbreyttri og ferskri nálgun og fleiri sjónarhornum en oft sjást í sýningum af þessum toga.
Það er mat dómnefndar að með sýningunni Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum sé sleginn nýr og hressilegur tónn í sýningargerð safna. Um leið og hefðbundnir rammar hafa verið víkkaðir út þá byggir sýningin á traustum grunni sem hefur myndast fyrir tilstuðlan ötuls söfnunarstarfs í rúm sextíu ár.

 
Til gagns og fegurðar
Friday, 19 October 2012 14:37

Til gagns og fegurðar

Sunnudaginn 28. október verður sýningin "Til gagns og fegurðar" opnuð á efstu hæð Safnahússins. Með sýningunni og í samnefndri bók, kynnir Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur og sýningarhöfundur, rannsóknir sínar á útliti og klæðaburði Íslendinga í ljósmyndum frá 1860 til 1960.


Flestir geta verið sammála um að ljósmyndir geri tímann nánast áþreifanlegan. Ljósmyndir hafa þó ekki einungis heimildargildi um tökutímann og það sem var, heldur búa þær yfir fagurfræðilegum eiginleikum og ríkulegu táknmáli. Þær móta hugmyndir okkar um hið liðna, og sýna afstöðu okkar til tímans og sögunnar, jafnframt því að vera áhrifamikill miðill til ímyndarsköpunar. Tíminn hefur mikil áhrif á það hvernig við horfum á ljósmyndir, upplifum þær og skiljum, þær vekja spurningar um samband Íslendinga við táknheim sinn fyrr og nú.

Hvernig er hægt að nota ljósmyndir til að setja saman mynd af fortíðinni og jafnvel nálgast hana á nýjan hátt? Geta myndir hjálpað okkur við að gera söguna sýnilega? Á sýningunni er bent á hvernig Íslendingar hafa notað ljósmyndir, þjóðbúninga og tísku til að búa til mynd af sér. Ljósmyndirnar á sýningunni eru vísbending um hvernig Íslendingar litu út og sýna hvernig þá langaði til að vera. Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur og höfundur sýningarinnar hefur rannsakað sögu ljósmyndunar og menningarlegt og félagslegt hlutverk ljósmynda á Íslandi í fortíð og nútíð. (texti af heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands)

Sýningin er ein af farandssýningum Þjóðminjasafns Íslands.


 
The Minister of Education, Science and Culture visits the Culture House
Tuesday, 25 September 2012 13:18

The Minister of Education, Science and Culture visits the Culture House.

Katrín Jakobsdóttir minister of Education, Science and Cultre, Elías Jón Guðjónsson political Advisor of the minister and Guðni Tómasson culture advisor of the minister visited the Culture House last thursday.

 

Heimsókn ráðherra

 

 
«StartPrev61626364656667686970NextEnd»

Page 63 of 89
 
Banner
Banner
Banner
Banner