Forsíða
News
Aðventa á Fjöllum & Ferðalangar á Fjöllum
Thursday, 13 December 2012 23:39

Aðventa á Fjöllum & Ferðalangar á Fjöllum

Á sýningunum eru vetrarmyndir teknar á söguslóðum Aðventu skáldsögu Gunnars Gunnarssonar.  Einnig myndir af þeim nöfnum sem timburþilið í sæluhúsinu við Jökulsá geymir sem gestabók ferðalanga síðustu 120 árin

Sýningarnar standa til 20. janúar 2013

Þóra Hrönn og Sigurjón verða viðstödd opnunina og flytja erindi um tilurð Aðventu,  Gunnars Gunnarssonar og gerð sýningarinnar.

Allir hjartanlega velkomnir.

 

 

Read more...
 
Árbók Þingeyinga 2011
Tuesday, 04 December 2012 10:44

Árbók 2011Árbók Þingeyinga 2011

 

Árbók Þingeyinga 2011 er komin út. Að venju eru margar fróðlegar og áhugaverðar greinar í bókinni. Sjá efnisyfirlit bókarinnar í ár hér.

Árbók Þingeyinga er útbreiddasta átthagarit á Íslandi og hefur verið gefið út á hverju ári síðan 1958. Í ritinu eru birtar greinar af margvíslegum toga, sögur, ljóð og annálar. Markmið Árbókarinnar er að fræða og skemmta ungum sem öldnum. Árbók Þingeyinga er ómetanlega heimild um líf og störf fólks í Þingeyjarsýslum.

Áskrifendur fá bókina senda heim til sín í þessari viku.

 
Krummi
Friday, 30 November 2012 11:05

Krummi

Krummi

Við skráningu á einkaskjalasafni Konráðs Vilhjálmssonar frá Hafralæk þá rákumst við á þetta eintak af blaðinu "Krummi". Til var sérstakt kennararfélag í Þingeyjarsýslu og tók það við útgáfu blaðsins 1912 en blaðið hafði komið út hjá öðrum útgefanda í tvö ár þar á undan. Hvert tölublað var sent út í 4 eintökum sem öll voru með sama broti.Í Krumma sögðu kennarar oft skoðanir sínar á kennslubókum og hvað kennarastéttin ætti að leggja áherslu á. t.d. íslenskukennslu í stað landafræði.

Þetta fyrsta tbl. af Krummi var ýtt úr vör með orðunum "Fljúgðu svo um, Krummi litli, og neyttu vel vængja þinna!. Þrjár greinar eru í blaðinu: Inngangsorð, Íslenzkukennska og Draumur. (E-1428/11)

 
«StartPrev61626364656667686970NextEnd»

Page 61 of 89
 
Banner
Banner
Banner
Banner