Forsíða
Fréttir
Þriðjudagur, 19. júní 2012 15:19

Rímur og rokk


Þáttakendur og leiðbeinendur í vinnusmiðjunni Rímur og rokk stóðu í ströngu síðastliðinn laugardag, 16. júní. Þann dag buðu þeir almenningi að njóta afraksturs vinnusmiðjunnar. Klukkan tíu um morguninn var byrjað á generalprufu, dagskráin var síðan flutt í Miðgarði á Vopnafirði eftir hádegi og um kvöldið í Skjálftasetrinu á Kópaskeri. Það voru því þreyttir en afar glaðir þátttakendur, leiðbeinendur og verkefnisstjórar sem lögðust til hvílu að kvöldi.

Rímur og rokk er samstarfsverkefni Kaupvangs á Vopnafirði og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Markmiðið með verkefninu er að kynna og viðhalda fornri kvæðahefð. Sigríður Dóra Sverrisdóttir er frumkvöðull verkefnisins en hún hefur fengið fjöldann allan af fólki til liðs við sig. Að þessu sinni var 12-15 ára unglingum í Vopnafirði og Öxarfirði boðið að taka þátt í vinnusmiðjunni. Ástæðan fyrir því að unglingum í Öxarfirði var boðið með var að á Byggðasafni N-Þingeyinga á Snartastöðum er stórt rímnasafn sem Helgi í Leirhöfn safnaði og batt inn á sínum tíma. Framundan er vinna við að skrásetja og gera þetta safn aðgengilegt. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Baldvin Eyjólfsson tónlistarmaður frá Vopnafirði, Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld og Steindór Andersen kvæðamaður. Á námskeiðinu var fengist við bragfræði, rímnakveðskap og tónsmíðar. Unnið var af miklum krafti og áhuga, sem skilaði sér svo sannarlega í dagskránni sem flutt var. Þar gafst áheyrendum kost á að hlýða á unglingana kveða, spila undir rímnaflutning Steindórs og flytja frumsamin tónverk. Á ákveðnum tímapunkti á námskeiðinu hafði hópnum verið skipt eftir kynjum, stúlkurnar æfðu rímnakveðskap og piltarnir bjuggu til tónverk. Dagskráin fékk góðar móttökur en fjöldi manns mætti til njóta hennar. Þetta er þó aðeins upphafið, á næsta ári er stefnt að öðru námskeiði í samstarfi við norðmenn og Íra og í framhaldi af því þátttöku í þjóðlagahátíð á erlendri grund. Fjölmargir aðilar hafa styrkt þetta verkefni með fjármagni, vinnu og ýmsu öðru. Er þeim öllum þakkað kærlega fyrir sitt framlag. Stærstu stuðningsaðilarnir eru Menningarráð Austurlands, Menningarráð Eyþings, Seðlabanki Íslands og HB Grandi.

 

Nánar...
 
Föstudagur, 15. júní 2012 10:31

Rímur og Rokk

Á Vopnafirði stendur yfir vinnusmiðjan Rímur og rokk. Þar sem hópur unglinga fær tækifæri til að kynnast fornum kveðskaparhætti undir stjórn Steindórs Andersen kvæðamanns, Hilmars Arnar Hilmarssonar tónskálds og Baldvins Eyjólfssonar tónlistarkennara.

 

Eins og sjá má á myndunum er hópurinn einbeittur og væntanlega er eitthvað spennandi að fæðast sem flutt verður á morgun laugardag, í dagskrá í Miklagarði í Vopnafirði kl. 15:00 og í Skjálftasetrinu á Kópaskeri kl. 20:30.

 

 
Miðvikudagur, 13. júní 2012 00:00

Óþekktar ljósmyndir

Nýlega bárust Ljósmyndasafni Þingeyinga myndir frá fjölskyldu Pálínu og Sigfúsi Jóhannesarbörnum. Á meðal þessara mynda voru nokkrar myndir þar sem ekki er vitað hverjir eru á myndunum. Þekkir þú andlitin? Ef svo er þá værum við þakklát ef þú sendir okkur línu á tölvupóstfangið skjalasafn[hjá]husmus.is.

Nánar...
 
Þriðjudagur, 12. júní 2012 09:00

Leikfangasýningin ´“Í austur“

Leikfangasýningin ´“Í austur“ var opnuð á Byggðasafni N-Þingeyinga á Snartarstöðum sl. laugardag. Á sýningunni eru leikföng frá leikfangasýningunni í Friðbjarnarhúsi á Akureyri.  Á sýningunni eru leikföng frá ýmsum tímum sem án efa vekja æskuminningar hjá mörgum.  Eigandi sýningarinnar í Friðbjarnarhúsi Guðbjörg Ringsted, setti upp sýninguna á Snartarstöðum og var með okkur á opnunardaginn. Við þökkum þeim sem heimsóttu okkur á opnunardaginn og áttu með okkur góða stund fyrir komuna. Sýningin verður á Snartarstöðum í allt sumar, en þar er opið frá 13-17 alla daga.

 

 

Nánar...
 
«FyrstaFyrri41424344454647484950NæstaSíðasta»

Síða 44 af 62
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing